Fara í aðalinnihald

Færslur

Krossgáta

Crossword Puzzle Maker
Nýlegar færslur

Umhverfis

Það var mun auðveldara fyrir ekkert svo löngu síðan að finna sér stað í pólitík, sumpart vegna þess að veröldin virtist einfaldari en aðallega vegna þess að ég var einfaldari.  Nú ætla ég mér ekki að halda því fram að ég sé mjög djúpur eða íhugull en einhver veginn gerist það með aldrinum að maður fer að láta sig færri hluti skipta máli og margt af því sem kveikti í mér einhverjar hugsjónaglæður fyrir nokkrum árum síðan hreyfir ekki við mér lengur. Ég held að þetta hafi breyst smám saman eftir að ég varð afi.  Þá fær maður nýja sýn á lífið; ég var "á besta aldri" þegar börnin mín voru lítil og þá var hugsunin aðallega sú að koma þeim í gegnum daginn, gegnum æskuna og út í lífið og áherslumálin voru eftir því.  Brauðstritið sumsé. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn var ég kominn hátt á sextugsaldur og skyndilega varð framtíð þeirra hér á Jörðinni það mikilvægasta sem ég gat ímyndað mér.  Semsé að við skiljum ekki eftir handa þeim ónýta plánetu. Og þar stendur h

Loddarar

Úrslit Brexit kosninganna í Bretlandi munu hafa meiri áhrif á líf okkar og tilveru en niðurstaða forsetakjörsins hér heima í gær. Þetta segi ég ekki verðandi forseta til hnjóðs heldur vegna hins félagslega og efnahagslega umróts sem þegar er hafið í Bretlandi og mun ef ekkert er að gert, eotra langt út fyrir strendur Bretlands og hafa ófyrirséðar afleiðingar hér og annarsstaðar. Stóru flokkarnir þar í landi þar gætu liðast í sundur á næstu dögum eða vikum, mánuðum kannski, því enginn veit hvernig á að leysa þau vandamál sum upp eru komin. Það er ekkert plan og það viðurkenna allir sem að málinu koma. Meira að segja loddararnir sem leiddu Breta þangað sem eru nú komnir. En hvers vegna gerist það að fólk kýs að hleypa landinu í bál og brand? Það gerðist vegna þess að því var logið í fólk að allt yrði betra og nær öll vandamál bresks samfélags myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu, bara ef landið losnaði undan ægivaldi hins alvonda ESB, þegar staðreyndin er sú að það e

Frjáls samkeppni að hætti vinstri manns

Það er þetta með hægri og vinstri í pólitík. Ég er til dæmis iðulega kallaður vinstri maður vegna þess að ég vil að samfélagið sjái öllum fyrir heilsugæslu, menntun og fleiru þeim að kostnaðarlausu og ég vil frekar greiða háa skatta og fá þá heilbrigðisþjónustu án þess að þurfa að draga upp kreditkortið þegar ég þarf á henni að halda. Og þar fram eftir götunum; sósíalisma kalla sumir þetta. En ég veit að til þess að geta greitt skatta, þá þarf ég að hafa vinnu og þokkaleg laun og það þýðir að einhver (jafnvel ég sjálfur) þarf að búa til starf handa mér og það helst í betri kantinum. Samt ekki hið opinbera, ef vel á að vera, þótt ég sé nú um stundir opinber starfsmaður. Alla vega ekki með því að selja erlendum auðhringjum íslenskar auðlindir á niðursettu verði. Ég aðhyllist nefnilega næstum því frjálsa samkeppni (næstum þvíiið stendur með frjálsri samkeppni hér á undan en ekki aðhyllist), það er að segja, frjálsri samkeppni sem leiðir ekki af sér einokunarrisa eins og s

Exti kafli

Róbert Pálsson trillukarl var farinn að huga að heimferð. Það var ekki mikil veiði þennan daginn og hann var að innbyrða tvo miðlungs fiska sem gerðu lítið til að hífa kílóatöluna upp undir leyfilegt hámark strandveiðibátanna. Það voru kannski þrjúhundruð kíló komin um borð og Róbert sá fram á að þessi róður kæmi út með tapi. Það líkaði honum illa. Hann ákvað að renna færunum aftur á þessum sama stað því hann vissi af langri reynslu að það þýddi lítið að vera að kippa milli bleyða; það væri bara sóun á olíu og olían var svo sannarlega ekki gefin þessa dagana. Hann sleppti sökkunni og girnið rann út af rúllunni og á skjánum taldi mælirinn metrana sem rúlluðu út og þar með dýpið líka. Kannski væri réttast að drífa sig í land og reyna að vera framarlega í löndunarröðinni. Hann þurfti hvort sem er að skreppa upp í hjall og kíkja á harðfiskinn sem þar hékk og yrði bráðum tilbúinn til neyslu. Það stóð tæpt með að hann myndi ná markaðnum á bæjarhátíðinni handan við fjallið um þ

Umhverfissóði

Maður á aldrei að byrja bloggfærslu með orðinu ég, og þess vegna hef ég þennan örstutta formála. Ég er umhverfissóði og mín kynslóð og kynslóðirnar sem á undan komu og jafnvel einhverjar sem á eftir hafa komið, bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þessari einu plánetu sem við eigum. Við sólunduðum auðlindum Jarðarinnar án þess að hugsa okkur um og við blésum skítnum sem frá okkur kom út í loftið með þeim afleiðingum að nú er andrúmsloft Jarðarinnar að ofhitna og mannkynið í útrýmingarhættu. Það þýðir ekki að sakast við unga fólkið í þeim efnum, skamma það fyrir símanotkun og segja því að við höfum nú gengið betur um umhverfið en þau af því við sóttum mjólk og rjóma út í búð í margnota ílátum, mjólkurbrúsum og flöskum eða saumuðum ný föt upp úr gömlum, líkt og talið er upp á einhverjum heimskulegum lista sem gamlingar dreifa um Facebook og víðar. Við spúðum kola- og olíureyk út í loftið án umhugsunar, við sturtuðum sorpi í sjóinn, plasti þar á meðal; við létum olíu o

Verum jákvæð

Myndinni er stolið af síðu Siðfræðistofnunar HÍ Hvurn djöfulinn sjálfan kemur okkur það við hvort menntamálaráðherrann hafi fengið lán hjá fyrirtæki sem svo keypti húsið hans og leigði honum það síðan aftur? Og hvað með það þótt ráherrann hafi boðið toppunum úr þessu fyrirtæki með sér til Kína í einhverja bisnissferð? Og hvað erum við að fárast yfir því að eiginmaður aðstoðarmanns fjármálaráðherra bjóði þessum sama fjármálaráðherra í sjónvarpsviðtal?   Ég meina, hver er betur til þess fallinn að sýna okkur rétta andlit ráðherrans, ef ekki einhver rosalega fyndinn náungi úr innsta hring? Getum við svo ekki látið hana Hönnu Birnu í friði?   Sjaldan hefur verið meira pönkast í manneskju sem vissi ekki neitt á meðan hún var ráðherra, og hefur ekkert lært síðan.   Þetta er gróft einelti, svo gróft að Gísli greyið Valdórsson sá sig knúinn til að ítreka það að Hanna Birna væri saklaus af því að hafa vitað eitthvað.   Svoleiðis ráðherra viljum hafa en nú er búið að bola Hönnu B