Stundum kemur einhver því í orð sem maður hugsar, en í morgun skrifaði Egill Helgason þetta á bloggið sitt : "Það er ljóst að gömlu valdakerfin í þjóðfélaginu þola þessa ríkisstjórn mjög illa. Það er nánast eins og sé umsátur í kringum hana. Hún á ekki sjö dagana sæla." Þetta er rétt og það er sótt að henni frá hægri og vinstri; Nató og Varsjárbandalagið hafa læst kaldastríðskrumlunum saman og safna liði. Uppreisn gömlu valdablokkanna er boðuð á morgun . Boozeáhöld fást í Hádegismóum og á Bessastöðum.