Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2011

Uppreisn

Stundum kemur einhver því í orð sem maður hugsar, en í morgun skrifaði Egill Helgason þetta á bloggið sitt :   "Það er ljóst að gömlu valdakerfin í þjóðfélaginu þola þessa ríkisstjórn mjög illa. Það er nánast eins og sé umsátur í kringum hana. Hún á ekki sjö dagana sæla." Þetta er rétt og það er sótt að henni frá hægri og vinstri; Nató og Varsjárbandalagið hafa læst kaldastríðskrumlunum saman og safna liði. Uppreisn gömlu valdablokkanna er boðuð á morgun . Boozeáhöld fást í Hádegismóum og á Bessastöðum.

Aðlögun

Næstum því af kvikindisskap einum saman, kallaði ég eftir skattahækkunum í færslunni hér að neðan og hafði þá í huga að kröfur á ríkið um aukin fjárframlög til margvíslegra hluta eru miklar. Einhversstaðar verður að finna tekjur til að standa undir útgjöldum og einu tekjur ríkisins eru skattar. En í athugasemdum við færsluna komu fram hugmyndir um aðrar leiðir en hækkun tekjuskatts og athyglisverðust þótti mér hugmyndin um að gera stjórnsýsluna betri og skilvirkari.  Sumsé ódýrari. Ég held að það sé verið að því en þar sem það helst í hendur við umsókn um aðild að ESB hefur málið verið stöðvað af stjórnarandstæðingum innan ríkisstjórnarinnar og utan sem ekki föttuðu um hvað aðildarumsókn snerist þegar þeir samþykktu hana í hitteðfyrra. Sennilega eru langar í þeim leiðslurnar. Það er þetta sem þeir kalla aðlögun að ESB, en þar er verið að bæta stjórnsýsluna svo hún verði tæk innan ESB ef við förum þangað inn.  Ef við ákveðum hinsvegar í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga ekki í ES

Hærri skatta

Glaður skal ég borga fimmtíu prósent skatt ef það verður til þess að hægt sé að draga úr niðurskurði til heilbrigðis-, velferða- og menntamála, greiða stresskeyrðum ríkisstarfsmönnum mannsæmandi laun eða á annan hátt gera lífið í þessu landi betra. Ég skal tímabundið greiða ofurskatt af launum mínum ef það má verða til þess að leysa úr hnútum og flækjum sem fram hafa komið. Og ég trúi því að svo sé um flesta sem krefja ríkið um meiri fjárútlát til ýmislegra verkefna og málaflokka. En verði einni einustu krónu af skattfé mínu eytt í að bjarga fallít einkafyrirtækjum (aftur) er það mér að mæta.

Gas! Gas! Gas!

Ríkislögreglustjóri segir að ómögulegt hafi verið að fylgja lögum og reglum þegar skyndilega þurfti að kaupa gas og annað óeirðabúnað ekki alls fyrir löngu.  Þar er hann að svara gagnrýni Ríkisendurskoðunar á því að lögreglan stóð ekki rétt að kaupum á búnaði fyrir 91 milljón króna. Hann reyndar orðar það ekki þannig, heldur segir að ekki hafi verið tími til að fara í útboð á þessu dóti. Búnaðurinn virðist svo hafa verið keyptur af fjölskyldufyrirtækjum einhverra lögreglumanna . Mér þætti gaman að sjá hversu mikið mark yrði tekið á fólki sem lögreglan handtekur við innbrot og ber því við að ekki hafi verið tími til að bíða eftir að tölvubúðin opnaði, heldur hafi reynst nauðsynlegt að brjótast inn til að sækja tölvur hið snarasta. Og áður en ég verð sakaður um að dreifa smjörklípum á lögregluna í miðri kjarabaráttu, ætla ég að taka fram að ég styð heilshugar kröfur lögreglumanna um bætt kjör, rétt eins og ég styð alla aðra í baráttu fyrir betri afkomu. En lögbrot er lögbrot,

Déjà vu

Árni Johnsen er aftur kominn með forræði yfir opinberri byggingarframkvæmd og farinn að rífa kjaft við þá sem vilja staldra við og athuga hvort öll leyfi séu til staðar og hvort rétt sé að byggja beint ofan á gömlum rústum. Samtök fjármálafyrirtækja eru farin að kvarta undan of háum álögum, þrátt fyrir stjarnfræðilegan haganað og Björn Bjarnason er að kljást við Baug. Það styttist í 2007, góðir hálsar. Og 2008 þá væntanlega líka.

Iðni

Besta

Af því ég deili áhyggjum þeirra sem ekki vilja að nýr Landsspítali rísi í Miðbænum, eða á næstu þúfu við hann, fór ég að skoða loftmynd af Reykjavík í leit að betri stað og ég fann hann strax. Það er skiki sem heitir Keldnaland og er norðanmegin við Vesturlandsveg, fyrir botni Grafarvogs.  Þar sem Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur mætast; þar sem þjóðvegur eitt nær í skottið á sjálfum sér. Á Google Maps er staðurinn nokkrunveginn í þessum punkti:  64.129971,-21.78546. Þessi ráðgjöf er ókeypis.

Helvítis ógeð

Það er ógeðslegt að lesa um útrásardólgana og stöðu þeirra eftir hrun og ég vil þakka DV fyrir samantektina þar um. Hvernig þeir hafa langflestir komið sér þægilega fyrir eftir Hrun á meðan við borgum er mikið meira en nóg til þess að maður fyllist viðbjóði og fyrirlitningu á stofnunum samfélags okkar. Þeirra eru afskriftirnar og skuldaniðurfellingarnar; þeirra og LÍÚ-limanna sem virðast geta farið sínu fram að vild. Þetta er helvítis ógeð alltsaman og því miður eru engar vísbendingar um að þeir sem ábyrgð bera á Hruninu, verði látnir svara til saka fyrir það. Ég treysti ekki íslensku réttarkerfi eða stjórnsýslu yfirleitt til að verja hagsmuni hinna mörgu og skuldugu gegn hagsmunum þeirra sem allt eiga og yfir allt vaða á blóðugum stígvélunum. Helvítis andskotans djöfulsins drasl. En maður heldur sjálfsagt rósinni eins og endranær.

Sjónvarp Símans XII

Það er fátt við að vera í fásinni eins og þessu hér, sunnanverðri Fjarðabyggð, annað en að glápa sjónvarpið.  Einkum og sér í lagi er það gott á vetrarkvöldum og það er einmitt á stað eins og þessum, Stöðvarfirði, sem fjöldi sjónvarpsrása ætti að vera sem mestur. Sjónvarp Símans er dásamlegt fyrirbæri sem býður fólki, eða flestu fólki, að velja áskriftarpakka sem innihalda nokkrar sjónvarpsstöðvar en hér, þar við erum sennilega ekki eins og fólk er flest, býðst okkur einn áskriftarpakki, svokallaður Toppur.  Fyrir utan jú Skjá Einn sem kostar meira en tuttugu erlendar stöðvar en sýnir mestmegnis amerískt efni.  Ekki ósvipað RÚV. Það finnst mér ekki nóg; bæði vegna þess að ég vil geta valið margar stöðvar en ekki síður vegna hins, að mér finnst ekki allar stöðvarnar í þessum Toppi verðskulda að vera þar.  Sá sem valdi þær, er greinilega á allt annarri bylgjulegnd en ég í þessum efnum. Svona til að sýna úrvalið sem mér býðst, tók ég skjámynd af því sem Síminn ætlar mér í sjónvarpás

Fáninn

Ég tók þátt í hópslysaæfingu á Reyðarfirði í morgun.  Þar sá ég að starfsmenn Almannavarna eru með íslenska fánann saumaðan í brjóstið á peysunum sínum. Þrátt fyrir að í mér bærist ekki mikil þjóðerniskennd, fannst mér þetta flott og mér þætti gaman að sjá meira af slíku. Við notum nefnilega fánann okkar allt of lítið, svona miðað við aðrar þjóðir.  Við tökum hann allt of hátíðlega. Það er einna helst að honum sjáist bregða fyrir ef einhver deyr eða er jarðsettur, nú eða á 17. júni eða við önnur þau tækifæri sem vekja með manni depurð og leiða. Þess vegna held ég að flest okkar tengi fánann við yfirþyrmandi hátíðleik, jakkafataskrúðsgöngur og önnur slík leiðindi. Það geri ég að minnsta kosti.

Reiknuð ævi

Faðir minn lést 81 eins árs að aldri og föðurafi minn dó 82 ára.  Þeir kvöddu báðir þennan heim 30. desember en með 38 ára millibili. Ef þetta er náttúrleg ævilengd hins beina karlleggs í minni kvísl ættarinnar, þá hef ég nú lokið u.þ.b. 64% ævi minnar og á þar af leiðandi 36% eftir. Að því gefnu að ég sleppi við við meiri háttar áföll fram að áttræðu. Og að það komi ekki heimsendir, sem yrði reyndar helvíti mikið áfall. En eins og ég sagði við einhvern nemendahópinn sem var að spá í heimsendi:  Dauði hvers og eins er hans persónulegi heimsendir. Og það held ég sé um það bil öll trúarbragðafærðin sem ég hef kennt. Útreikningana hér að ofan, birti ég fyrst og fremst til að gleðja jafnaldra mína. Það var ekkert að þakka.

Hagnaður

Ofurhagnaður bankanna í fyrra var sagður vera vegna þess að þeir fengu gramsið úr gömlu bönkunum svo ódýrt og um leið var tekið fram, að þetta yrði ekki svona 2011 því þá yrðu engin slík viðskipti til að skekkja myndina. Nú hafa verið birtar hálfsárs hagnaðartölur fyrir Landsbankann og Aríonbanka og samtals eru þeir að græða um þrjátíu og fimm milljarða króna. En það er vissulega gaman að afkoma bankanna er svona góð á fyrri helmingi þessa árs, ársins 2011 þegar bankarnir ætluðu ekki að græða mikið og ég bíð spenntur eftir að heyra hvað eigi nú að gera við allan peninginn. Á að spandera einhverju í sauðsvartan almúgann eða verður þetta allt látið í afskriftir til kvótagreifa og annarra af líku slekti? Jamm.  Ég bíð.

Klappstjórn

Í síðdegistúvarpi Rásar 2 í dag, kom fram að klappstjórn væri með því hættulegra sem fólk tæki sér fyrir hendur og slysatíðni meðal klappstýra væri afar há. Gott ef eitthvað á þriðja hundrað þúsund klappstýra slasast ekki í Bandaríkjunum á hverju ári og er þá um að ræða allt frá smávægilegri tognun upp í alvarleg höfuðmeiðsli. Hér á landi er klappstjórn ekki stór í sniðum, en einstaka klappstýrur hafa þó verið áberandi. Ekki veit ég nákvæmlega hvað helst hrjáir íslenskar klappstýrur og eina slysið sem ég veit um í greininni, er líklega ekki algengt meðal amerískra klappstýra. Nefnilega ímyndarslys, en kannski flokkast það undir höfuðmeiðsli, enda afleiðing mikils hruns.

Bilunin

Það sem er að í íslenskri pólitík og þjóðfélagsumræðu, er að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru ekki við völd. Með þessu á ég ekki við að þessir flokkar beri hag landsmanna fyrir brjósti eða að þeir séu á einhvern hátt betur til þess fallnir að fara með völd en aðrir.  Síður en svo. Það sem ég á við, er að þeir þola ekki að vera ekki við völd og í krafti fjármagns eigenda sinna, geta þeir haldið uppi linnulausum áróðri á öllum vígstöðvum og eyðilagt alla umræðu í landinu. Þeir stjórnast af heift þeirra sem telja sig eina mega. Þeir eru reknir áfram af hagsmunaöflum hinna ríku og voldugu í þjóðfélaginu og þola engum öðrum að vera í ríkisstjórn eða þess vegna borgarstjórn. Þeim tekst alveg bærilega að blása upp moldviðri, skýstrókum jafnvel, um hvert einasta mál sem ríkisstjórnin leggur fram og það sem er undarlegast af öllu, er að þjóðin sem fór á hausinn vegna efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokksins, trúir þvælunni sem frá þeim kemur og mun kjósa þá yfir sig næst þ

Sextíu og þrjú

Mér finnst gott til þess að vita að 63% landsmanna séu svo skynsamir að vilja klára aðildarviðræðurnar við ESB og kjósa svo um niðurstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvitað loga bloggsíður þeirra sem vilja draga aðildarumsóknina til baka; þar er því haldið fram að þessi könnun sé fölsuð og gvöð má vita hvað. Enda hefur svoleiðis málflutningur einkennt þann hóp sem vill draga umsóknina til baka; hann hefur farið fram með þvættingi og lygum, dylgjum og fúkyrðum.  Heimsku, í upprunalegri merkingu þess orðs. Og ég trúi því að þegar við höfum náð góðum samningi við ESB, muni meiri hluti þjóðarinnar vera nógu skynsamur til að samþykkja hann. Jebb.

Hægri rasistar

Mér þykir alveg ljóst, eftir viðtalið við Guðmund Franklín Jónsson, í DV að flokkurinn sem hann stýrir, Hægri grænir, er rasistaflokkur. Margir hafa í dag líkt flokknum við Teboðshreyfinguna í Bandaríkjunum og kallað Guðmund hina íslensku Söru Palin.  Sú lýsing er líklega ekki fjarri lagi. Mér hefur verið í nöp við Guðmund Franklín síðan ég sá hann í Silfri Egils í hitteðfyrra en þar viðraði hann dálæti sitt á Davíð Oddssyni og þóttist hafa lausnir á öllum okkar vandamálum. Ég fékk á tilfinninguna að ég væri að hlusta á skopstælingu af amerískum bílasala. Trúlega taka fáir Guðmund Franklín og Hægri græna alvarlega eftir yfirlýsingar hans um múslima í viðtalinu í DV.

11. september

Ég man hvar ég var staddur 11. september, þegar fréttirnar af voðaverkunum bárust mér.  Ég var í strætó í Reykjavík, á leiðinni í Kópavoginn þar sem ég gisti hjá frænda mínum og það var útvarp í gangi í vagninum; ég er ekki viss hvort einhver farþeginn var með transistor-tæki eða vagnstjórinn var með opið fyrir útvarpið. Á þessum árum var bara ein útvarpsstöð á Íslandi, Útvarp Reykjavík, og mig minnir það hafa verið Jóhannes Arason sem las fréttirnar.  Eða var það Pétur Pétursson? Fréttir hermdu að herinn í Chile hefði náð völdum í landinu og Salvador Aliende, forseti Chile, hefði fallið fyrir eigin hendi þegar herinn sótti að honum. Allir vissu að herinn var að þessu fyrir stjórnvöld í Washington, sem löngum hafa stundað það að steypa af stóli ríkisstjórnum og koma upp einræðisherrum.  Það gerðu þeir svo sannarlega þarna því næstu ár var ríkisstjórn Chile leppstjórn þeirra og beinlínis notuð til að koma af stað byltingum hér og þar um heiminn. Hugmyndin var að þá yrði erfiðara að teng

40 einingar

Ég sótti um vist í Háskóla Íslands þetta haustið.  Mér var hafnað vegna þess að mig skortir stúdentspróf. Nú kann einhver að spyrja hvernig á því standi að maður með jafn litla menntun og þetta, geti verið að leiðbeina börnum við grunnskóla. Stutta svarið er að það fást ekki kennarar með réttindi í alla litla skóla úti á landi og satt best að segja þykir mér oft á tíðum ekkert sérlega gott að vera í þessari vinnu án tilskilinna réttinda. En maður verður að eiga fyrir salti í grautinn og í álvershelvítið fer ég aldrei.  Ekki einu sinni dauður. Í rökstuðningi fyrir Háskóla Íslands, segir að til að fá undanþágu frá stúdentsprófskröfunni, skuli umsækjandi hafa sem svarar þriggja ára framhaldsskólanámi að baki eða 105 einingar. Ég hef lokið framhaldsskóla - fór í iðnskóla á sínum tíma og lauk honum með helvíti góðum einkunnum og tók svo sveinspróf í minni iðngrein. Reynsla á vinnumarkaði verður aldrei metin meira en sem nemur þessu eina ári sem upp á vantar, segir HÍ, og því bla

Hérna

Hérna má finna einhverjar eldri bloggfærslur mínar.