Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2011

Afnám verðtryggingar

Verðtrygging er ekki nýtt fyrirbrigði og það voru ekki Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon sem fundu hana upp, þótt einhverjir þeir sem nú eru bitnir til blóðs af verðtryggingunni í fyrsta skipti, kunni að halda það. Í litlum þorpum úti á landi hefur það lengstum verið regla að eignir standi ekki undir lánum, en þegar kvartað var undan slíku, var það kveðið í kútinn sem helvítis landsbyggðavæl. Sjálfur er ég að greiða af verðtryggðum lánum, húsnæðislánum úti á landi og einhverju öðru, og því enginn talsmaður verðtryggingar og þessi formáli verður örugglega settur í landsbyggðavælskladdann. En verðtryggingu verður að afnema en ég veit ekki hvernig á að gera það og ég er ekki viss um að neinn viti það með nokkurri vissu.  A.m.k. hef ég engan séð sem hefur hvað hæst núna um afnám verðtryggingar, benda á neinar leiðir til þess. Jú, vissulega er hægt að ganga í ESB og taka upp evru eftir kannski fimm ár og þar með verður verðtrygging úr sögunni, en mér heyrist því miður

Þegar kóngur kom

Móritz Halldórsson fæddist í Reykjavík 1854 (skv. minningagrein en Íslandingabók segir 1855) og varð stúdent frá Lærða skólanum (nú MR) þjóðhátíðarárið 1874.  Þá færði Kristján níundi færði Íslendingum þá stjórnarskrá sem enn er í gildi, lítt breytt. Móritz fór til Kaupmannahafnar til náms og varð læknir, lenti þar í málaferlum og flutti að lokinni fangelsisvist til Dakóta í Bandaríkjunum og stundaði þar lækningar til dauðadags.  Hann lést 1911. Hann er sögumaður í bókinni Þegar kóngur kom, eftir Helga Ingólfsson, en bókin er skáldsaga, krimmi, sem er látin gerast sumarið 1874 og er Móritz þá lærlingur hjá Jóni Hjaltalín landlækni.  Þeir ásamt Jóni Borgfjörð lögregluþjóni eru í aðalhlutverkum bókarinnar en ég hika við að kalla þá helstu persónur hennar, því þar bregður fyrir mörgu af þekktasta fólki landins á þessum tíma en einnig minna þekktu fólki sem þó var raunverulega til. Jón Sigurðsson, Matthías Jochumsson, Gestur Pálsson, Jón Guðmundsson ritstjóri, Sigga tólf, Ingibjörg

Smekklaust

Ef Íslendingar eyða 350 milljónum króna í jólatónleika, líkt og haldið er fram í DV , getur ekki verið mikil kreppa enn í landinu. Eða er smekkleysi landans einfaldlega engin takmörk sett? Fötu!

Bankar, pólitík og biskup

Það er alveg rétt hjá Árna Páli Árnasyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, að pólitísk afskipti af bönkunm eru óheppileg.  Og það er líka rétt hjá Árna Páli að við fengum alveg nóg af svoleiðis; það nægir að líta til blómaskeiðs Davíðs og Halldórs til að sjá það. En akkúrat þar liggur vandinn og rótin að því að stjórn Bankasýslu ríkisins fer í fýlu núna og segir af sér. Sá sem Bankasýsla ríkisins réði til að stýra apparatinu, Páll Magnússon, er allt of tengdur einmitt þessu blómaskeiði Halldórs og Davíðs og einkavinavæðingu bankanna til að almenningur geti hugsað sér að hann stýri einkavæðingunni sem óhjákvæmilegt er að fari fram á næstu misserum, einmitt vegna þess að það er óheppilegt að bankar séu háðir duttlungum stjórnmálamanna, að frátöldu því að þeir fari eftir þeim lögum og reglum sem stjórnmálmenn setja. Páll er allt of tengdur, með réttu eða röngu, Framsóknarflokknum og þeim sem þar hafa farið með völd á undanförnum árum; Halldóri Ásgrímssyni, Finni Ingólfssyni, Valgerði

Getraunin

Hvað er rangt í þessum texta hér að neðan, sem tekinn er af heimasíðu Fjarðabyggðar ? "Fiskvinnsla og fiskveiðar er höfuðatvinnuvegur Stöðfirðinga eins og títt er í litlum sjávarplássum á Íslandi. Þar var um langt skeið rekin togaraútgerð og frystihús með aðaláherslu á bolfiskvinnslu. Nú er þar einungis saltfiskverkun. Á Stöðvarfirði er lítil dagvöruverslun, pólsk gjafavöruverslun, veitingastaður með vínveitingaleyfi og Landsbanki Íslands rekur þar bankaafgreiðslu og póstafgreiðslu." Þeir sem geta svarað þessu, mega koma réttum upplýsingum til bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar.

Niðurskurður

Ég man ekki betur en að það hafi verið stöðgur niðurskurður til allra málaflokka á fjárlögum ríkisins á svokölluðum góðæristíma. Reyndar var það kallað hagræðing en eins hagræðing er annars dauði, það vita allir sem verið hafa öfugu megin við hagræðingarhnífinn. Á þessum tíma var skorið niður til heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni; hver man ekki eftir sífelldri baráttu stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Austurlands við fjármálayfirvöld og ég man ekki betur en yfirmenn Landspítalans hafi í sífellu kvartað undan niðruskurði og ónógu fjármagni til rekstrar spítalans. Ætlaði ekki Guðlaugur Þór þáverandi heilbrigðisráðherra að loka Sankti Jósefsspítala þegar allt flaut hér í peningum?  Hvað með Keflavík; var sjúkrahúsið þar ekki skorið niður af ráðherrum íhaldsins?  Ég man ekki betur. Lögreglumenn fóru í mótmælagöngu 2001 vegna þess að þeim gekk illa að fá kjarasamninga við ríkið og svo sömdu þeir reyndar af sér en það væri önnur saga ef ekki vildi svo til að núna eru þeir að reyna a

Íslensk hrollvekja online

Get ekki að því gert, en um mig fór hrollur þegar ég horfði á þetta myndband.  Veit það kann að stafa af yfirdrifinni viðkvæmni minni og óþarflega mikilli pólitískri rétthugsun, en samt; mér finnst óþægilegt að horfa á þetta.

Höbbdi hás

Í október 1986 átti ég heima úti í Ástralíu og hafði þá búið þar í nokkur ár.  Ég hafði lítið samband heim og ég er viss um að oft á tíðum héldu ættingjar mínir hér á landi að ég væri dauður. Fyrir utan nánustu ættingja og vina, saknaði ég lítils héðan; sennilega bara bjartra sumarnátta, maltöls og óskalaga sjómanna. Sem ambassador fyrir Ísland var ég ömurlegur og líklega versta landkynning sem farið hefur út héðan og er ég þá ekki að gleyma Ólafi Ragnari. Einhverntíma sendi mamma mér harðfisk og ég opnaði poka af bitaýsu frá Sporði á Eskifirði við eldhúsborðið þar sem við vinirnir sátum og reyktum Marlboro og drukkum te; dásamlegan ilminn lagði upp í vit mín en allir aðrir hrökkluðust undan og hótuðu að hætta að leigja með mér ef ég opnaði svona viðbjóð innandyra aftur. Vinir mínir tengdu eftirleiðis Ísland við lykt af úldnum fiski og kannski var það ekkert ósanngjarnt í sjálfu sér.  En þrátt fyrir skort minn á þjóðerniskennd, þótti mér þetta svolítið leiðinlegt og vildi gjarn

Þæfing

Innanríkisráðuneytið hefur nú svarað Huang Nubo sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum; reyndar var svarað með spurningum og það bendir til þess að málið sé komið í þæfingu. Mér er sosem sama um það, því mér gæti eiginlega ekki staðið meira á sama um nokkurn hlut en eignarhald á Grímsstöðum á Fjöllum, en ég vona að annað mál hjá Innanríkisráðuneytinu sé ekki komið í sama ferli og þetta. Það er mál Ríkislögreglustjóra sem, eins og allir muna enn, er það ekki, var sakaður af Ríkisendurskoðun um að hafa ekki fylgt lögum þegar hann keypti búnað til að kljást við mótmælendur við Alþingishúsið.   Ríkisendurskoðun sakaði sumsé Ríkislögreglustjóra um lögbrot og færði fyrir því nokkuð sannfærandi rök, að minnsta kosti fyrir leikmenn eins og mig. Nú er svolítið um liðið síðan þetta mál var í fréttunum og það síðasta sem ég heyrði var að Innanríkisráðuneytið bað Rikislögreglustjóra að útskýra mál sitt skriflega. Og ég ætla rétt að vona að þýði ekki að málið sé komið á þæfingastin

Djöfullinn sjálfur

Væri ég trúaðri en ég er, gæti ég vel dregið þá ályktun að sjálfur djöfullinn hefði náð völdum í Þjóðkirkjunni.  Reyndar er ég viss um að um leið eða löngu fyrr, hefði ég komist að þeirri niðurstöðu að hann færi með völd í öllum afhommunarsöfnuðunum og öðrum slíkum samtökum, en það er kannski önnur saga. Því hvað er það verið annað en verk djöfulsins, frá sjónarhóli kristinna, þegar fullorðin manneskja misnotar börn og fullorðið fólk kynferðislega? Er það ekki einmitt hið illa sem kirkjan sífellt varar við; heldur frelsa oss frá illu? Á meðan við sátum undir stólræðum og guðspjallalestri í biskupstíð Ólafs Skúlasonar, tilheyrðum við stofnun sem var á valdi djöfulsins og hefur enn ekki sýnt fram á að hún geti rekið hann af höndum sér undanbragðalaust. Þannig gæti ég litið á málið, væri ég trúaður, en þar sem ég er það ekki, þykir mér augljóst að kirkjan er eingöngu veraldleg stofnun sem hefur fólk að ginningarfíflum.

Traust efnahagsstjórn

Ég sé að Tryggvi Þór Herbertsson skrifar á bloggið sitt á Eyjunni , að sjálfstæðismenn ætla að leggja fram tillögu um að innleidd verði formleg fjármálaregla og líklega eru þeir að því til þess að koma á efnahagsstjórnun að þeirra skapi. Tilgangurinn er sagður þessi: a. koma ríkisfjármálum í fastari skorður, b. fjármálastefnan styðji betur við peningamálastefnuna, c. skapa skilyrði fyrir lægri vöxtum á Íslandi til frambúðar, d. skapa skilyrði til minni hagsveiflna, minni óvissu og aukins hagvaxtar, og e. skapa skilyrði til þess að krónan geti þjónað sem lögeyrir á Ísland,.... Með þessu fylgir greinagerð en ég held að þessi myndræna greinagerð sem ég læt fylgja, sé mun betri: Við skulum ekki gleyma.

Morgunroðinn í vestri

Nú veit ég, svei mér þá, ekki hvað ég á að halda lengur. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur það eitt um ráðningu fyrrum innsta kopps í búri einkavinavæðingarinnar í stól forstjóra Bankasýslu ríkisins að segja, að hann treysti því að hún hafi verið fagleg. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sér ekki ástæðu til að víkja ríkislögreglustjóra úr starfi, þrátt fyrir fullyrðingar Ríkisendirskoðunar um að ríkislögreglustjóri hafi brotið lög í starfi. En báðir hafa þeir kallað eftir gögnum um málið.  Frá málsaðilum. Öðruvísi mér áður brá. Ég heyri, innan í höfðinu á mér, þrumuræðuna sem Steingrímur hefði flutt um spillingu og vanhæfi og brottrekstur og rannsóknir hefði hann verið í stjórnarandstöðu.  Ég meira að segja sé hann fyrir mér í pontu, þegar ég lygni aftur augunum og sporðrenni tveimur sardínum og skola þeim niður með norðlenskri mjólk. Og Ögmundur; hefði hann ekki hjólað í innaríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokknum ef málum hefði verið þennig skipað þegar upp

Skert fullveldi

Nú hefur Evrópudómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að kráareiganda á Englandi hafi verið heimilt að kaupa áskrift að enska boltanum af grísku fyrirtæki og þar með hnekkt þeim úrskurði enskra dómstóla að ekki megi selja sjónvarpsáskrift almenningi milli landa. Ekki veit ég hvort þetta nær til alls hins Evrópska efnahagssvæðis en svo gæti þó vel verið og þar með yrði Íslendingum heimilt að gerast áskrifendur að hverju því sjónvarpsefni sem hingað er beint af evrópskum gervihnöttum. En í anda sannra fullveldissinna, skulum við fara varlega í að láta á þetta reyna því það hefur jú verið helsta inntak íslensks fullveldis í gegnum tíðina að útvöldum hefur verið leyft að okra á þegnum lýðveldisins í skjóli tollamúra og hverra þeirra hafta sem íslensk stjórnviska hefur matreitt eftir uppskriftum hagsmunaklíka. Þess vegna er það örugglega skerðing á fullveldi landsins og líklega ekkert minna en landráð ef fótboltafíklar og aðrir skjágláparar þurfa ekki lengur að eiga viðskipti við ísl

Ólíðandi

Hið fornkveðna hefur sannast, eina ferðina enn:  Það skiptir engu við hvað er merkt á kjörseðlinum; á endanum fær Framsókn alltaf atkvæðið. Hefur einhver fjölmiðill haft fyrir því að spyrja fjármálaráðherra, eða forsætisráðherra jafnvel, hvort það verði liðið að innsti koppur í búri einkavinavæðingarinnar sé nú orðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins? Það er nefnilega gjörsamlega ólíðandi að hann sé það og ráðherra verður að breyta því, jafnvel þótt það kosti að reka stjórn Bankasýslu ríkisins eins og hún leggur sig. Punktur.

Lögreglan

I - Lögreglan. - Já, heyrðu, það eru slagsmál hérna út un allt.  Það er allt að verða vitlaust á Nonnakrá.  Þið verðið að koma strax. - Bíddu nú aðeins rólegur.  Hvernig byrjaði þetta? - Ég er ekki viss.  Allt í einu voru fimm menn farnir að slást og núna eru allt orðið vitlaust. - Látum okkur nú sjá...þú veist þá ekki hver ber sök á þessu? - Ha?  Ég heyri svo illa í þér.  Það er svo mikill hávaði hérna. - Þú veist ekki hverjum þetta er að kenna? - Nei, ég veit það ekki.  Hvaða máli skiptir það? - Það skiptir öllu máli.  Við skiptum okkur ekki af neinu sem er ekki okkur að kenna, nema yfirmenn okkar beinlínis skipi okkur að gera það. - Ha!?  Verð ég þá að hringja í varðstjórann eða hvað? - Ég er varðstjóri.  Þú gætir reynt að hringja í ríkislögreglustjóra. II  -Haraldur. - Já sæll.  Varðstjórinn á skiptiborðinu sagði mér að hringja í þig. - Já, og hvert er erindið? - Það logar allt í slagsmálum á Nonnakrá og af því það er ekki lögreglunni að kenna, mætir