Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2011

Hagsmunaaðilahelvíti

Ég hef skrifað um þetta áður en vegna umræðunnar að undanförnu, langar mig að gera það aftur.  Núna. Mér hefur alla tíð verið meinilla við þá áráttu að kalla hagsmunaaðila til ráðgjafar og ákvarðanatöku þegar ríkið er að ráða þeim málum sem alla þjóðina varðar. Til dæmis kvótamálum.  Hvers vegna í óköpunum fá LÍÚ eða fiskútflytjendur eða stéttarfélög starfsfólks í sjávarútvegi að hafa meira um það að segja en aðrir hvernig auðlind í þjóðareigu er ráðstafað? Það má kannski réttlæta aðkomu sveitarfélaga að málinu en þó varla, þar sem fjallahringir byrgja sveitarstjórnarmönnum gjarnan sýn. Sjálfur er ég skotinn í þeirri hugmynd, sem ég reyndar fékk sjálfur, að flokkur heimspekinga verði fenginn til að núllstilla þjóðfélagið okkar og setja því ný lög og nýjar reglur. En sanngjarnast væri þó að velja í svona hópa sem fjalla um einstök mál, níutíu og níu manneskjur af handahófi úr þjóðskrá og lúta svo meirihlutaniðurstöðu þeirra.

Gullna reglan

Varðandi samskipti Íslands við önnur lönd, á bara að gilda ein regla. Hún er svona: Allt það sem viljum gera í útlöndum, eigum við að leyfa útlendingum að gera hérna. Einfalt og skýrt.

Ys og þys út af litlu

Ég veit ekki í hvorn fótinn ég á að stíga í þessu Grimsstaðamáli; hef reyndar aldrei verið viss um hvort það væri rétt að selja meiri hluta í jörðinni einum erlendum fjárfesti eða sleppa því.  Ég get fundið, að því ég tel, nokkuð skynsamleg og hófsöm rök á báða vegu. Þess vegna hef ég verið vingulslegur í skoðunum hvað þetta varðar og hefur dagsform mitt skipt meira máli en rökhyggja eða skynsemi.  Og ég get ekki með nokkru móti tengt mig við þær heitu tilfinningar sem virðast hafa kviknað allt um kring vegna þessa máls. En það hefði alveg mátt bjóða Huang Nubo til viðræðna um málið og látið ákvörðunina um sölu eða leigu eða afnot byggjast á niðurstöðunni.   Þetta mál er ekki sem slíkt ástæða til að fella ríkisstjórnina, a.m.k. ekki í samanburðinum við lappadrátt Jóns Bjarnasonar og fleiri flokkssystkina hans í aðildarviðræðunum við ESB eða aðra þeirra bannháttar stjórnsýslu.  En um eitt er ég viss. Ef Ögmundur Jónasson vill nú ríða þjóðrembubylgjunni sem þetta mál o

Nei og sjáum til

Fimmtíu og fjögur prósent aðspurðra í könnun MMR fyrir Viðskiptablaðið, segja það koma til greina að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson við forsetakosningar næsta sumar. Væntanlega kemur það þá ekki til greina hjá hinum fjörutíu og sex prósentunum að kjósa Ólaf Ragnar, fari nú svo að hann bjóði sig fram á ný. Líklega mun þó þessi könnum verða til þess að fæla hann frá framboði því það er mun afdráttarlausari afstaða að segja að eitthvað komi ekki til greina en hitt, að það komi til greina. Það eru eiginlega nei og sjáum til. Ef sterkur og virtur sjálfstæðismaður býður sig fram, munu allir íhaldsmenn þessarar þjóðar kjósa hann eða hana og þar með er úti um Ólaf Ragnar; þar með eru öll "kannskin" farin annað og hann fær svona 10% greiddra atkvæða því aðrir munu sitja heima. Verði mótframbjóðandinn ekki af íhaldsættum, á Ólafur ekki heldur séns, því ekki vill íhaldið hafa hann forseta, fari nú svo að það vinni næstu alþingiskosningar.  Hann var góður til síns brúks í Icesave e

Innistæðuleysið

Sennilega hefur ekki verið næg innistæða fyrir lífsmáta Íslandinga eftir að landið fékk sjálfstæði og komst í peninga hernámsliðsins og við héldum að við værum orðin rík. Öll eftirstríðsárin sóuðum við auðlindum landsins og seldum þær úr landi gegn allt of lágu gjaldi.  Fiski var mokað upp eins og enginn væri morgundagurinn og stundum var hann bræddur í dýrafóður og nokkrum stofnum tókst okkur að ganga svo nærri stofnum að við útrýmingu lá. Gengisfellingar voru nokkrar á hverju ári og í þeim er fólginn það sem sumir vilja kalla "styrkleiki" krónunnar; við getum notað okkar handónýta gjaldmiðil til sjálfsblekkingar og talið okkur þannig trú um að hér sé allt í himnalagi. Óðaverðbólga geisaði hér lengi vel og ég man þá tíð að launin manns hækkuðu um þúsundur króna í hverri viku og við veltum fyrir okkur hvort sú stund rynni upp að við þyrftum að mæta með hjólbörur í vinnuna á úrborgunardegi til að geta komið peningunum heim. Þetta var, nota bena, á þeim tímum þegar maðu

Lyfjakostnaður

Vegna þeirrar umræðu sem hefur orðið um frumvarp velferðarráðherra um breytingar á hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði, ákvað ég að kanna málið og hafði samband við embættismann í ráðuneytinu. Ég spurði einfaldlega hverjar þessar breytingar væru og hvað þær myndu þýða. Stutta svarið er svona:  Það mun enginn ellilífeyrisþegi, öryrki, atvinnuleitandi eða barn þurfa að greiða meira en 45.000 krónur úr eigin vasa fyrir lyf á hverju ári, verði frumvarpið að lögum og enginn sem hefur vinnu, mun þurfa að greiða meira en 65.000 krónur á ári fyrir lyf. Fólk í hópunum sem fyrr voru taldir upp þarf ekki að borga neitt fyrir lyf ef heildarkostnaðurinn fer yfir 370.000 krónur á ári því þá fær það lyfjakort en aðrir sleppa við að greiða fari heikdarkostnaður fram yfir 520.000 krónur. Þetta hækkar kostnaðinn hjá einhverjum en lækkar hann hjá öðrum og er gert til að allir sem þurfa á langvarandi lyfjagjöf að halda, sitji við sama borð, var mér sagt.  Svokallaður jöfnuður og gert að norrænni f

Leiðarinn

Austurglugginn er tíu ára um þessar mundir og ég óska blaðinu til hamingju með það.  Einu sinni vann ég þar og þá fékk ég stundum að skrifa leiðara og mér var alltaf leyft að viðra skoðanir mínar umbúðalaust, þökk sé víðsýni og snotru hjartalagi Jóns Knúts Ásmundssonar, sem var ritstjórinn minn. Ég fór að leita á gömlum diskum eftir myndum sem mig vantaði og þá fann ég slatta af efni sem ég hafði skrifað fyrir Austurgluggann en hafði gleymt.  Í tilefni afmælis blaðsins, ætla ég að birta hérna einn leiðara sem ég skrifaði þegar djöflagangurinn var hvað mestur á Austurlandi og mig minnir ég hafa fengið litlar þakkir fyrir frá lesendum.  Það gladdi mig. En svona var leiðarinn þann 6. janúar 2006 og kannski birti ég meira gamalt efni næst þegar ég hef ekkert nýtt að segja hérna: Slagsíða Það eru nokkrir einstaklingar í fýlu við þetta blað og vilja ekki tjá sig á síðum þess, hvorki með greinarskrifum né í viðtölum við blaðamenn. Það er svosem gott og blessað en þessi afstaða, þessi

Tjara

Skelfing virðist réttarkerfið okkar ömurlegt og ég held að fæst okkar treysti því lengur.  Þar með er enn ein stoðin hrunin undan samfélaginu okkar og tilveran minnir sífellt meira á skjáskot úr hálfklárðuðum Angry Birds leik. Í dag var kona dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að svíkja út sex þúsund krónur; jú, vissulega er þetta ekki hennar fyrsta brot og hún rauf skilorð en henni er gert að sitja þrjá mánuði af þessum fimmtán í steininum. Og það féll annar dómur í dag.  Hann var yfir manni sem stóð með skilti á gangstéttinni fyrir framan Bandaríska sendiráðið á Laufásvegi og á skiltinu stóð:  "Elskum friðinn."  Maðurinn var dæmdur í fimmtíu þúsund króna sekt fyrir að hvetja fólk til að elska friðinn. Í gær voru fjórir karlmenn dæmdir í 45 daga til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að níðast á 13 ára dreng um borð í báti úti á rúmsjó. Þegar þesssir þrír dómar eru bornir saman, verður ekki hjá því komist að hugsa sem svo að réttarfar á Íslandi sé ekki í l

Fasteignabrask

Aldrei skildi ég hugmyndafræðina að baki Eignarhaldsfélagsins Fasteignar ; hvernig það átti að geta verið sveitarfélagi til hagsbóta að selja eignir og leigja þær síðan af þeim sem keypti. Kannski vegna þess að það er langt síðan ég lærði að maður pissar ekki í skóinn sinn til að ná upp hita en líklega þó vegna þess að ég hef aldrei skilið hina órannsakanlegu vegi pilsfaldakapítilstanna.  Þeirra sem þykjast vera frjálsir í framtaki en geta þó aldrei gert nokkrun hlut án þess að almannasjóðir ábyrgist það.  Best þykir þeim að ræna einhverri opinberri eign og selja síðan almenningi aðgang að henni með ríkisábyrgð á rekstrinum. Í Fjarðabyggð, þar sem ég hef lögheimili mitt, eru tvö mannvirki í eigu Fasteignar, nefnilega sundlaugin á Eskifirði og slökkvistöðin á Reyðarfirði en hún stendur á álverslóðinni þar sem eld- og slysahætta þykir hvað mest í byggðarlaginu. Það var ákveðin fífldirfska í því fólgin að fela kompaníi sem lýtur stjórn Árna Sigfússonar rekstur á eigum bæjarnins en v

Vesturfararnir

Þeir hætta ekki að valda manni aulahrolli, þeir Sigmundur Davíð og félagar hans úr InDefence. Nógu andskoti var það slæmt þegar þeir sögðust hafa fundið alla peningana fyrir okkur í Noregi en nýjustu fréttir frá Kanada slá því við. Ég sé fyrir mér þrjá dreifbýliskarla í lopapeysum og sauðskinnskóm, sötrandi kaffið úr undir undirskálum inni á kontór hjá einhverjum stórgrósser, vindandi lopahúfurnar milli handanna skilningsvana um það sem fram fer í kringum þá. Svo fara þeir heim í sveitina og segja að grósserinn í kapstaðnum hefði verið svo hrifinn af því sem þeir lögðu til að hreppsnefndin hlyti að sjá að sér og fara að þeirra ráðum og hætta viðræðum við stóra hreppinn handan fjallsins um aukið samstarf, því það sé feigðarflan. En svo birtist  þessi frétt  þar sem í ljós kemur að Kanada hefur engan áhuga á ráðabruggi þeirra  og eiginlega hló að þeim, og það þótt þeir bentu Kandamönnum á að ef Ísland, svo ekki sé minnst á Grænland, tæki upp kanadískan dollar, gæti Kanda tryggt s

Myndir: Bjarni og Hanna

Kunningi minn, sem er sjálfstæðismaður, hefur til að glöggva sig á muninum á Bjarna Ben og Hönnu Birnu, hengt upp af þeim myndir og neðst á myndirnar hefur hann nóterað afstöðu þeirra til stórra mála sem á þjóðinni brenna. Hann var svo elskulegur að leyfa mér að taka mynd af myndunum og birta hér. 

Spurt er

Bjarni Kristjáns og Hanna Ben sem eru að keppa um embætti formanns í Sjálfstæðisflokknum, vilja ekki svara nokkrum spurningum sem Fréttablaðið sendi þeim . Fólk furðar sig á þessu en ástæðan finnst mér liggja í augum uppi. Spurningarar fara of nærri kjarna þeirra mála sem á þjóðinni brenna til að puntudúkkur og vinglar geti svarað þeim; til að strengjabrúður sérhagsmuna megi svara þeim án samþykkis bakhjarla sinna. Þetta eru grundvallarspurningar dagsins í dag og sá stjórnmálamaður sem ekki treystir sér til að svara þeim, ætti að finna sér eitthvað annað að gera. Þær eru þessar: 1. Er krónan nothæfur gjaldmiðill eða er rétt að stefna að upptöku annars gjaldmiðils? Hver eru rökin fyrir því?  2. Hver er afstaða þín til kaupbeiðni kínverska fjárfestisins Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum?  3. Styður þú hugmyndir um Vaðlaheiðargöng og þá fjármögnunarleið sem þar á að fara?  4. Er þörf á að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og þá hvernig?  5. Hefur verið of langt gengið í niðu

Svo lærir

Í kvöld hafði ég hugsað mér að skreppa á aðra hvora krána í þessu hér þorpi en þar sem ég hafði verið settur á sýklalyf, ákvað ég að vera heima. Ég hef nefnilega alltaf staðið í þeirri trú að ekki mætti drekka áfengi væri maður að taka sýklalyf. En þar sem ég sat hérna áðan við tölvuna og horfði á QI-þætti mér til skemmtunar, rakst ég á þátt þar sem einmitt er fjallað um þetta; sýklalyf og áfengi. Og það er bara í fínasta lagi (að svo miklu leyti sem neysla áfengis getur verið í fínasta lagi) að drekka áfengi og neyta þessara lyfja (að svo miklu leyti sem það getur verið í fínasta lagi að taka inn lyf). Í þættinum er sagt frá því að þar sem sýklalyf hafi í fyrstu verið nær eingöngu notuð til að vinna bug á kynsjúkdómum, hafi læknar sagt karlmönnum sem lyfin tóku að drekka ekki á meðan því það gæti verið hættulegt. Raunveruleg ástæða var þó sú að það tók um það bil viku fyrir lyfin að vinna á syfilis og á meðan vildu læknar ekki að menn væru úti á djamminu, fullir og kærulausi

Framsókn, ungmennahreyfingin og fasismi

Öðru hvoru megin við aldamótin síðustu, fór ég á héraðsmót ÚÍA (Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands) og hafði af því nokkra skemmtun. Allt þar til við verðlaunaafhendingu í Valaskjálf á Egilsstöðum, þegar þáverandi formaður sambandsins stillti sér upp við lok samkundunnar, rétti hægri handlegg fram og upp og hrópaði:  Íslandi allt! Salurinn svaraði í sömu mynt og ég sneri mér við og gekk á dyr. Ég rifja þetta upp, vegna þess sem Egill Helgason skrifar um að merki Framsóknarflokksins beri ekki í sér fasísk minni, heldur sé í því tilvísun í gömlu ungmennafélögin. Það er hárrétt hjá honum.

Statusblogg

Álver Alcoa Fjarðaáls er það versta sem hefur hent Austurland. Og ég er ekki að gleyma Tyrkjaráninu.

Sjórinn

Fréttir voru skemmtilegar þessa helgina; fréttir af vondu veðri og íslenskum sjómönnum að sýna hvað í þeim býr voru hressandi tilbreyting við þetta venjulega og niðurdrepandi eftirkreppuþras sem engan endi ætlar að taka. Ekki svo að skilja að það sé skemmtilegt þegar skip lenda í sjávarháska, en einhvernveginn vissi maður að allt færi vel þegar Bergur og áhöfnin á Hoffellinu var annars vegar.  Að ógleymdum Lóðsinum á Hornafirði og Gæslunni. Það má vera að það sé þjóðrembingslegt af mér að segja það, en ef það er eitthvað sem Íslendingar gera vel og kunna upp á sína tíu fingur, þá er það að sjómennska.  Það er engin ný bóla, heldur eitthvað sem við erum góð í.  Alveg satt, og það yljar manni um hjartarætur og kveikir á þjóðarstoltinu að fylgjast með frækinni björgun skips úr sjávarháska og ekki spillti fyrir þegar nýja og flotta varskipið okkar sigldi inn á fjörðinn okkar litla og sýndi sig. Svakalega flott skip, hann Þór. En jú; það voru einhverjar fréttir um eftirhreytur hr

Með lögum skal

Óhjákvæmilega staldra ég við þriðju grein Frumvarps til laga um miðstöð innanlandsflugs , en hún hljóðar svo: 3. gr. Miðstöð innanlandsflugs.     Miðstöð innanlandsflugs skal starfrækt á Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri í Reykjavík. Reykjavíkurflugvöllur skal gegna hlutverki varaflugvallar fyrir innanlandsflug og millilandaflug. Hvað ef enginn vill starfrækja innanlandsflug einhverra hluta vegna; það gæti af einhverjum ástæðum orðið svo óhagkvæmt að enginn vill standa í því.  Ætlast þessir þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem frumvarpið flytja, þá til þess að ríkið greiði flugið niður til að lögum um innanlands flug verði framfylgt? Kæmi ekki á óvart ef þarna væru þeir búnir að finna nýja leið fyrir einhverja pilsfaldakapítalista inn í fjárhirslur ríkisins. Því það hefur í gegnum tíðina verið sérgrein þessara flokka.

H. Þórhallsson og ríkið

„Skattastefna ríkisstjórnarinnar er í rauninni að stýra málunum í þessa átt. Þegar fólk sér stóran hluta af vinnunni sinni hverfa í ríkispyttinn hlýtur þetta að verða raunin.“ Þetta er haft eftir Höskuldi Þórhallssyni, þingmanni og fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins, í Mogganum í dag. Þarna er Höskuldur að bera blak af þeim tólf til fjórtán prósentum landsmanna sem kjósa að vinna svart og leggja ekkert af mörkunum til samfélagsins. Ég veit ekki hvað mér á finnast um þingmann sem talar um ríkispytt en þiggur sjálfur laun frá ríkinu sem aftur rukkar okkur fyrir þau með skatti. Jú annars, þingmaðurinn gengur hröðum skrefum fram og aftur hálfvitaganginn. Það er akkúrat þetta sem er að fara með okkur; ég um mig frá mér til mín syndrómið. Fólk vill ekki leggja sitt af mörkum til að rétta við fjárhag ríkisins en kvartar og kveinar undan niðurskurði og skertri þjónustu. Þetta minnir á auðkýfingana sem einungis greiða fjármagstekjuskatt en ekki launaskatt og leggja þar með e