Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2011

Fussum svei

Í dag er rétt að kveikja ekki á sjónvarpi því þar er að finna annála og áramótaskaup; hvort tveggja óþolandi. Annálar um nýliðna tíð eru tilgangslausir og áramótaskaup á gamlárskvöldi er rangur þáttur á röngum tíma.  Ótrúlegt að áramótagleði heillar þjóðar sé stjórnað af mis-lélegum grínþætti. Það er nefnilega fátt sorglegra en íslenskir grínistar; engum Íslendingi hefur tekist að vera fyndinn viljandi. Og talandi um það; líklega er rétt að kveikja ekki á sjónvarpi á morgun heldur. Gleðilegt ár.

Trú

Ég hef þann djöful að draga að geta hvorki fundið til andlegrar upplifunar né setið botnfrosinn í kassalaga rökhyggju. Því get ég hvorki verið trúaður né haft skotheldar skoðanir um það hvers vegna ég er ekki trúaður. Kannski er þetta bölvað kæruleysi, því mér stendur nokkuð á sama um trú, þannig séð.  Trúi þeir sem trúa vilja en vinsamlegast ætlist ekki til að ég geri það líka. Í óskipulögðum og lítt innblásnum huga mínum bærist þó sú tilfinning, eða skoðun, að trú sé eitt og trúarbrögð annað. Svona eins og munurinn á krakka að sparka bolta í vegg og Manchester United aðdáendaklúbbnum. Og svo er það þetta með jólin. Fæðingarhátíð frelsarans, segir andans fólk og syngur leiðinleg lög.  Öll nema Nóttin var sú ágæt ein og Heims um ból. Frelsarinn var, ef marka má af honum sögurnar, uppreisnarseggur og það má alveg leiða að því líkum að hann hefði ekkert viljað koma nærri stofnanabundnum trúarbrögðum í sínu nafni.  Með eða án blings. Sumir hinna trúuðu bíða eftir endurkomu

Gleðileg jól

ESB er málið

Mikið hlakka ég til þeirrar stundar þegar Ísland gengur í ESB.  Líklega gerist það 2014, vonandi þann 17. júní. Í síðasta lagi 1. desember. Við höfum nefnilega allt að græða og engu að tapa, ekki satt?

Samstaða

Sífellt er kallað eftir samstöðu þjóðarinnar á þessum síðustu en langt frá því verstu tímum.  Það breytir engu hver á í hlut; allir kalla eftir samstöðu og samheldni til að koma okkur í gegnum kreppuna svo við getum aftur snúið okkur að því sem þjóðinni er kærast.  Verslun. En vandinn er bara sá að þeir sem kalla eftir samstöðunni ætlast nánast allir til þess að við stöndum saman um þeirra hugmyndir og aðferðir en ekki hinna. Nú kann að vera að hlutdrægni mín byrgi mér sýn en ég hefði samt haldið að það væru réttkjörin stjórnvöld í landinu sem ættu að hafa forystu um það hvernig málum er háttað og við myndum svo standa saman um að stýra þann kúrs að minnsta kosti þangað til aðrir taka við stjórnartaumunum. En stjórnarandstaðan vill að þjóðin standi með sér gegn ríkisstjórninni og það hefur að mestu leyti tekist.  Fyrir vikið hefur hver höndin verið uppi á móti annarri. Þjóðin, með forsetann, Indefence, Advice og stjórnarandstöðuna í broddi fylkingar, stóð saman gegn ríkisstjórn

Rannsókn málsins

Ég hef sagt það oftar en einu sinni, að komist sjálfstæðismenn til valda áður en Sérstakur saksóknari hefur lokið störfum, muni þeir leggja embættið niður til að vernda vini sína í stétt gangstera.  Stétt með stétt. Þeir munu skera Fjármálaeftirlitið í tætlur svo það geti ekki hindrað flokksgæðingana í sjáltökuleiðangrinum sem þeir hröktust frá í síðustu kosningum en munu halda áfram um leið og þeir fá lyklavöldin að stjórnarráðinu á ný. Öllum brögðum verður beitt til að moka skítnum undir teppið.  Eða öllu heldur, sjá til þess að hann komist ekki þaðan. Tillagan um að fella niður málið gegn Geir Haarde er forsmekkur af því sem koma skal, þegar íhaldið kemst aftur til valda. Mig grunar að raunveruleg ástæða þess að þeir vilja ekki að Geir fái tækifæri til að verja sig þeim sökum sem á hann eru bornar, sé sú að ef hann þarf að gera það, verði áhrifamenn dregnir í vitnastúkuna þar sem þeir sverja þess eið að segja satt. Slíkt er þeim svo framandi að þeir mega ekki til þess hugs

Tré

Mikið verður nú huggulegt um borð í Fokkerunum þegar grenitrén í Öskjuhlíð fara að vaxa upp úr gólfinu í þeim. Ætli borgin skaffi jólaskraut?

Tónleikar

Það verða tónleikar í Grunnskólanum á Stöðvarfirði klukkan sex í kvöld.  Um er að ræða jólatónleika Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjrðar (Stöðvarfjarðardeildar) og ég reikna ekki með öðru en það verði gaman. Að minnsta kosti ef þessi tvö myndbönd sem ég tók á æfingu í dag eru vísbending um það sem verður: Það kostar ekkert inn.

Fangelsisígildi

Þegar kirkjan í Skálholti var vígð sumarið 1963, var 17 brotamönnum veitt uppgjöf saka af tilefninu og þegar ég las um þetta í morgun, fékk ég hugmynd. Hugljómun jafnvel. Mikið hefur verið fárast yfir byggingu Þorláksbúðar við hlið Skálholtskirkju, ýmist vegna kostnaðar, staðsetningar eða því að Árni nokkur Johnsen er driffjöðurin í byggingu hússins. En ég segi; sláum tvær flugur, nei margar flugur, í einu höggi og reisum við æru afbrotamanna þegar Þorláksbúð verður vígð eða opnuð.  Verum rausnarleg og sleppum öllum sem eru í fanglesi fyrir annað en morð, nauðganir og líkamsárásir.  Eyðum biðlistum líka. Þar með losum við um pláss í fangelsum og getum því ef til vill komist hjá því að byggja nýtt og af því að það er nú einu sinni Árni Johnsen sem er aðalkallinn í Þorláksbúðardæminu, þarf ekki að leita langt yfir skammt til að finna sérfræðing í æruuppreisingum. Þetta er win win dæmi; kirkja er fanglesisígildi.

Framsóknarþingmaður að norðan

Í forundran spyr ég:  Hvurn fjárann var Gunnar Bragi Sveinsson, framsóknarþingmaður að norðan, að meina með því að spyrja innanríkisráðherra um hleranir sérstaks saksóknara ? Af hverju þurfti hann að vita eitthvað um þær? Var hann að spyrja að þessu af eigin hvötum? Var hann að spyrja að þessu fyrir einhverja aðra? Vakti það beinlínis fyrir honum að spilla fyrir rannsókn sérstaks saksóknara? Auðvitað segist Gunnar Bragi hafa spurt að þessu af tómri lýðræðisást og af þeirri andúð á baktjaldamakki sem framsóknarmönnum er í blóð borin. Að sjálfsögðu mun Gunnar Bragi, framsóknarþingmaður úr Kaupfélagi Skagfirðinga, ekki kannast við að hafa gengið erinda neins nema samvisku sinnar, hversu stutt sem sú ganga svo sem yrði. Og hann hefur örugglega ekki heyrt í Þórólfi Gíslasyni, kaupfélagsstjóra og stórgrósser, síðan á dögum Grettis Ásmundssonar. En allt er þetta skrifað með þeim fyrirvara að einhver hafi rænu á að spyrja hann að þessu.

Húmor á Heimssýnarvöllum

Alveg skemmti ég mér konunglega við að lesa blogg Heimssýnar og annarra á þeirri línu. Afturhaldsbloggararnir fara á límingunum vegna skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að 65% landsmanna vilja klára aðildarviðræður við ESB og kjósa svo um niðurstöðuna. En ekki hvað? Auðvitað er slík niðurstaða ekki að skapi þess svartasta íhalds frá hægri og vinstri sem mætist á Heimssýnarvöllum og talsmenn Heimssýnar hella úr galtómum viskubrunnum sínum yfir okkur. Mér þykir þeir fyndnir, enda er ég alveg laus við kímnigáfu.

Nýi flokkurinn

Það er of snemmt að segja að mér lítist prýðilega á nýja flokkinn sem Guðmundur Steingrímsson, Heiða Helgadóttir og fleiri eru að stofana.  Hann er ekki orðinn til ennþá en það eru þó nokkrir jákvæðir punktar sem maður sér strax. Flokkurinn verður Evrópusinnaður.  Það er afar stór kostur og í raun grundvallaratriði. Þau vilja nýtt fólk í stjórnmálin.  Ég tek undir það og allir flokkar mættu tefla fram nýrri forystu næst. Mér sýnist stefna í að þetta verði frjáslyndur og húmanískur miðjuflokkur.  Það er fallegt. En eitt vefst svolítið fyrir mér og það er samstarfið við óháð framboð á landsbyggðinni. Til að ná árangri í landsbyggðarkjördæmi, þurfa frambjóðendur að sannfæra kjósendur um að þeir hafi ekkert annað fram að færa til stjórnmálaumræðunnar á Íslandi en jarðgöng, áhuga á rollum og staðsetningu flugvalla.  Og álver. Ég vona að þessi nýi flokkur falli ekki í þá gryfju að fórna einhverju af frjálslyndishugsjónum sínum í atkvæðaveiðum úti í dreifbýliskjördæmum.  Og nú er

Séra Jón

Yfirleitt er því þannig farið, að þegar fréttist af kynferðislegri misnotkun, liggur samúð fjölmiðla og almennings með fórnarlömbum glæpsins og refsing þykir í flestum tilfellum of væg. Ég segi yfirleitt, því ef það fréttist að gerandinn sé fræg manneskja, færist samúðin til að einhverju leyti og talsverður fjöldi fólks hættir að styðja fórnarlambið og fer að efast um sekt nauðgarans. Tvö nýleg dæmi eru þau af Ólafi Skúlasyni og nú af Gillzenegger. Hvorugur hefur verið dæmdur; sá hinn fyrri verður ekki dreginn í héraðsdóm úr þessu og það á eftir að koma í ljós hvernig fer með mál Egils, en ýmislegt hefur verið reynt til að spilla því. Í tilfelli Ólafs reis kirkjan honum til varnar og tókst lengi vel að halda málinu leyndu en það komst í hámæli og nú reyna áhrifamiklir vinir Gillz að koma honum til varnar og frasanum "saklaus þar til sekt er sönnuð" er veifað vítt og breitt um Internetið. Og birting á nafni hans er gagnrýnd, jafnvel hörmuð í vissum kreðsum, en hún va

Frumsýningar

Í kvöld var frumsýnd í Frystihúsinu á Stöðvarfirði, heimildarmynd nemenda Central Saint Martins háskólans í London um endursköpun frystihússins og einnig var þar sýning á myndum nemenda Grunnskólans á Stöðvarfirði, en þau fengu það verkefni að teikna og mála hugmyndir sínar um verksmiðjur. Beintengt var milli Stöðvarfjarðar og London í kvöld þar sem líka var gleðskapur í tengslum við þetta verkefni og fór vel á með þessum tveimur heimsborgum, enda kallaðist uppákoman Fish 'n' Chips. Það er oft sagt að fátt gerist í afviknum þorpum úti á landi en það virðist ekki eiga við um Stöðvarfjörð þar sem einhver sköpunarkraftur er landlægur.  Annar hver maður er listamaður og það ekki af verri endanum en tekið skal fram að ég er í flokki hinna hverra, enda aðfluttur. Rósa Valtingojer og Zdenek Paták standa fremst í flokki þeirra sem hafa tekið að sér frystihúsið á Stöðvarfirði með það fyrir augum að breyta því í sjálbæra sköpunarmiðstöð (staður þar sem hönnun og framleiðsl

Að fara eða vera

Nú er verið að safna undirskriftum þar sem fólk er beðið að heimsækja ekki vefi í eigu Vefpressunnar vegna þess að Pressan birti mynd af fórnarlambi nauðgara. Ég á ekki til nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu minni á því og enn síður á ég til orð sem fanga þá viðurstyggð sem ég hef á kynferðisbrotamönnum. Svo er ég líka þannig innréttaður, að ég trúi alltaf konum sem segja að þeim hafi verið nauðgað og það hefur ekkert með lög og reglu að gera; ekkert með "saklaus þar til sekt er sönnuð" að gera.  Þetta er bara tilfinning sem ég hef fyrir lífinu og tilverunni og þegar maður sem hefur skirfað hatursfulla pistla um konur og niðurlægt konur í orði hvað eftir annað er sakaður um nauðgun, sé ég enga ástæðu til að véfengja það. Ekki frekar en það var ástæða til að draga í efa að það hvíta fólk sem á sínum tíma suður í Bandaríkjunum kúgaði svarta samborgara sína, væri meðlimir í Ku Klux Klan. Í gærkvöldi fékk ég skilaboð frá fleiri en einum og fleiri en tveimur þar sem

Íslendingaþáttur

Er ekki pínulítil mótsögn fólgin í því að segja börnunum okkar að uppi í fjöllum búi skrýtnir karlar sem komi til byggða einu sinni á ári til að láta góðgæti í skó sem eru hafðir úti í glugga á nóttunni en þess á milli skuli þau ekki þiggja neitt af ókunnugum? Ekki það að ég mæli með því að börn fari að þiggja nammi af sveittum körlum í perrabílum en það er samt eitthvað brogað við þetta. "Hafðu nú skóinn þinn úti í glugga og þá kemur maður að nafni Gluggagæijr inn í herbergið þitt í nótt og skilur kannski eftir sælgæti handa þér." "Farðu nú beint í skólann elskan mín og mundu að forða þér ef einhver ókunnugur reynir lokka þig með nammi." Það er ekki beinlínis samræmi í þessu. Fyrir utan nottlega það að heil þjóð fullorðinna hefur bundist samtökum um að ljúga því að börnunum sínum að þessir misyndismenn komi ofan úr fjöllum að næturlagi til að hræða, skemma og hrella.  Og gefa nammi. Og þeir eiga móður sem er mannæta.  Hún stingur börnum í poka og fer me

Aftur og nýbúið

Íhaldið vill Fjármálaeftirlitið feigt.  Það er alveg í samræmi við hegðun Íhaldsins árin fyrir Hrun.  Þá lagði það niður eða lamaði allar eftirlitsstofnanir svo það gæti í friði farið sínu fram. Nú skal leikurinn endurtekinn og það kemur ekki óvart. En það sem kemur á óvart (þótt það ætti sosem ekki að gera það) og hryggir er að stór hluti kjósenda vill fá þetta yfir sig aftur. Eftirlitslausan græðgiskapítalisma sem hefur það eina markmið að færa fé frá skattgreiðendum yfir í vasa eigenda Sjálfstæðisflokksins. Með gæðinga á hverjum pósti. Og sanniði til; um leið og Íhaldið kemst aftur til valda, verður embætti sérstaks saksóknara minnkað verulega eða lagt niður. Er ekki hægt að fá lyf við þessari óværu; lúsameðal einhverskonar?

Að taka slaginn

Fyrir hrun, þegar rætt var um að hækka fjármagnstekjuskatt, var sagt að það mætti ekki vegna þess að þá myndi allt ríka fólkið flýja land. Eftir á að hyggja, svona í ljósi þess hvernig allt fór, liggur við að maður segi sem svo að það hefði betur farið. Núna er því haldið fram að fimmtíu forríkir einstaklingar séu farnir úr landi vegna þess sem þeir kalla skattpíningu upp á eitt komma fimm prósent fram til ársins 2015. Það er að segja, ef þú átt meira en 75.000.000 króna þarftu að greiða þennan skatt; eina og hálfa milljón af hverjum hundrað. Auðvitað er þeim frjálst að fara en samt; við erum hægt og bítandi að vinna okkur út úr rústunum sem efnahagsstefna Sjálfstæðisflokkins (já já, Framsókn og Samfylking bera sína ábyrgð líka) leiddi yfir okkur og af því líklegt er að þessi milljónungar sem eru að flýja land eins og Guðni Ágústsson Þingvelli forðum, hafi kosið Sjálfstæðisflokkinn, er meðaumkvun mín við frostmark. Því hefur verið haldið fram að í þessum hópi sé að