Veturinn 2008, undir lok febrúar og í byrjun mars, blasti við mér að íslenska bankakerfið væri að hruni komið og því seldi ég öll mín hlutabréf í bönkunum í smáum skömmtum fram eftir vetri. Smáum fyrir mig og mína líka, en eflaust stórum fyrir óþveginn pöpulinn. Auðvitað blasti það við öllum á þessum tíma að bankakerfið riðaði til falls og ég skil ekki hvers vegna verið er að saka mig um það núna að hafa vitað meira en aðrir og dauðlegri fjárfestar; það er rógur og rætni að halda því fram að ég hafi búið yfir innherjaupplýsingum, því hvorgi Siggi frændi né formaðurinn sögðu mér neitt af því sem þeir heyrðu á leynifundunum uppi í Seðlabanka. Og þótt ég hafi ef til vill kannski skrifað nafnið mitt á einhverja pappíra, sem nú eru af illum öflum taldir vafasamir, var það einungis gert með hagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi. Það má segja að ég hafi verið með öll skilningarvit bundin fyrir aftan bak, ég vissi ekki undir hvað ég skrifaði. En hafi sá vafningur sem ég lagði, meðvitun