Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2012

Yfirlýsing

Veturinn 2008, undir lok febrúar og í byrjun mars, blasti við mér að íslenska bankakerfið væri að hruni komið og því seldi ég öll mín hlutabréf í bönkunum í smáum skömmtum fram eftir vetri.  Smáum fyrir mig og mína líka, en eflaust stórum fyrir óþveginn pöpulinn. Auðvitað blasti það við öllum á þessum tíma að bankakerfið riðaði til falls og ég skil ekki hvers vegna verið er að saka mig um það núna að hafa vitað meira en aðrir og dauðlegri fjárfestar; það er rógur og rætni að halda því fram að ég hafi búið yfir innherjaupplýsingum, því hvorgi Siggi frændi né formaðurinn sögðu mér neitt af því sem þeir heyrðu á leynifundunum uppi í Seðlabanka. Og þótt ég hafi ef til vill kannski skrifað nafnið mitt á einhverja pappíra, sem nú eru af illum öflum taldir vafasamir, var það einungis gert með hagsmuni fjölskyldunnar að leiðarljósi.  Það má segja að ég hafi verið með öll skilningarvit bundin fyrir aftan bak, ég vissi ekki undir hvað ég skrifaði.  En hafi sá vafningur sem ég lagði, meðvitun

Er það virkilega?

Á Eyjunni er frétt um að stórar verslanakeðjur njóti betri kjara en smærri búðir.  Fimmtán prósent, er talað um í fréttinni og jafnframt tilgreint að þessar upplýsingar sé að finna í skýrslu Samkeppniseftirlitsins um málið. Ætli Samkeppniseftirlitið sé ekki þarna um tíu eða fimmtán árum á eftir tímanum því þetta hafa verið alkunn sannindi meðal þeirra sem reynt hafa að reka verslanir í samkeppni við risana. Ein ástæða þess að kaupfélög og smærri verslanir lögðu upp laupana vítt og breitt um land á sama tíma og keðjurnar breiddu úr sér, er einmitt sú að þær fengu engan afslátt hjá birgjum vegna þess að stóru búðirnar kröfðust þess að fá hann allan.  Heildsali hefur bara vissa upphæð sem hann getur veitt í aflsátt og verslanakeðjurnar stóru hirtu hana en litlu búðrinar fengu ekki neitt. Og það er langt síðan á þetta var bent. Næst mun Samkeppnisstofnun væntanlega segja okkur, eftir kannski aldarfjórðung eða svo, að hér sé fákeppni í flutningum á fólki og vörum, eldsneytissölu, l

Króatía

Ég hlakka til þegar við stöndum í sömu sporum og Króatar núna, eftir að hafa samþykkt aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er full ástæða til að óska Króötum til hamingju með þennan áfanga (ok, ég veit að þetta er ekki víðlesið blogg í Króatíu, frekar en á Íslandi, en samt) og áhugi þeirra og annarra fyrrum austantjaldsríkja á aðild sýnir okkur að það er ástæðulaust að óttast mikið um fullveldið. Hvers vegna í ósköpum ættu þjóðir sem voru fótum troðnar af Sovétríkjunum í fjörutíu ár að vilja ganga í ESB ef það væri annað Sovét, eins og svo margir hér á landi halda fram að sé raunin? Ef þessar þjóðir telja frelsi sínu og framtíðarhagsmunum betur borgið innan ESB en utan þess, held ég að hið sama gildi um okkur og rúmlega það. Ég hlakka til þegar við stígum sama gæfuspor og Króatía steig í gær.

Djöfulsins landsbyggðarvæl er þetta

Ég keypti hús 1994.  Síðan þá hef ég borgað af því tiltekna upphæð í hverjum mánuði og er fyrir löngu kominn framyfir þá upphæð sem ég myndi fá fyrir húsið ef ég myndi geta selt það.  Samt á ég eftir að borga af því í sautján ár enn. Þetta hef ég vitað næstum því síðan ég keypti húsið og þetta er raunveruleiki sem fólk út á landi hefur búið við ansi lengi. Það er að segja, eignir  standa ekki undir skuldum og hafa ekki gert, þrátt fyrir uppsveiflu eða hrun eða samdrátt eða hvaða bylgjur það nú annars hafa verið sem skollið hafa á landinu. Alltaf þegar ég eða aðrir hafa minnst á þetta, hefur það verið kallað helvítis landsbyggðarvæl og aumingjagangur en núna þegar þessi raunveruleiki blasir við íbúum á höfuðbrogarsvæðinu, ætlar allt vitlaust að verða. Vissulega er um hærri upphæðir að ræða í Reykjavík, enda stóð dreifbýlinu aldrei til boða að taka 100% lán eða myntkörfulán fyrir húsnæði, en á móti kemur að ég borga þrefalt hærra verð fyrir rafmagn og hita en Reykvíkingar og þarf

Getur ekki klikkað

Látum vera þótt endrum og sinnum komi upp mál þar sem einhver stofnun eða stórfyrirtæki hefur brugðist á einhvern hátt, einhver máttarstólpi samfélagsins reynist vera fúinn; segjum að á tíu ára fresti kæmi eitthvað svoleiðis upp og sé meðhöndlað rétt, þá yrði það ekkert tiltöku mál, nema rétt á meðan það gengi yfir. Ef við gætum lagt traust okkar á allt það sem höfum smíðað til að standa vörð um samfélagið og hreysti okkar, lífsgæði og heilbrigði væri lífið allt annað og betra á Íslandi. En það er ekki svo.  Málin eru of mörg og þau koma of þétt og nú er svo komið, og það fyrir allnokkru síðan, að samfélagið okkar er að gliðna í sundur vegna þess að traustið er horfið.  Við treystum engu eða engum lengur.  Við höfum það sterkt á tilfinningunni að það sé sífellt verið að fara á bakvið okkur og svindla á okkur, og það er engin paranoja. Ætli það hafi ekki byrjað með grænmetissamráðinu og svo kom olíusamráðið og svo hrunið.  Ótal smámál þar inn á milli og stór og smá síðan. Díoxín

Saltað

Þar sem almannatengill á einhvers vegum, líklega Ölgerðarinnar, hafði við mig samband til að benda mér á að ég færi villu vegar í færslu minni um iðnaðarsalt hér neðar á þessari síðu, þykir mér rétt að birta hér þau gögn sem hann sendi mér. Ég veit ekki hvort þau hafa verið birt annarsstaðar en það verður þá bara að hafa það.  Því hefur verið haldið fram að iðnaðarsaltið sé öruggt til manneldis en í bréfi frá framleiðendum þess, Akzo Nobel í Danmörku, til Ölgerðarinnar segir meðal annars, í lauslegri þýðingu minni: "Það tilkynnist hér með að Akzo Nobel ráðleggur notkun salts vottaðs til matvælaframleiðslu til matargerðar þar sem það uppfyllir öll þekkt lagaskilyrði. Hinsvegar, ef iðnaðarsaltið (þurrkað) sem við höfum selt fyrirtæki yðar er fyrir mistök notað til matargerðar höfum við enga ástæðu til að ætla að það sé hættulegt heilsu manna." Þeir segja ekkert um 13 ára neyslu iðnaðarsalts, en hérna er bréfið allt á ensku og þýði nú hver fyrir sig. Með því að smella á

Ráðherra iðnrekenda

Viðbrögð stjórnvalda við saltsvindlinu eru öll hin undarlegustu en því dæmigerð íslensk. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir á RÚV:   "Með því að grípa til allra þeirra ráðstafana sem eðlilegar eru og fara síðan yfir lög og reglur, afla gagna um málið, bæði forsögu þess og annað sem er skylt og rétt að gera við þessar aðstæður til þess að taka eins ábyrgt og markvisst á þessu og mögulegt er og lágmarka allan skaða af þessu varðandi okkar orðspor sem hágæða matvælaframleiðslulands. Við verðum að taka þetta mjög alvarlega." Úff. Enginn sætir ábyrgð, frekar en fyrri daginn, hvorki opinberir efrtirlitsaðilar né þau fyrir tæki sem saltinu hafa mokað ofan í okkur. Og viðbrögð ráðherra neytendamála, Ögmundar Jónassonar, voru engin í þágu neytenda, enda hefur hann sosem aldrei gert neitt síðan hann varð ráðherra annað en að leggja steina í götu ríkisstjórnarinnar og um helgina þegar saltumræðan var í hámarki, fann enn einn steininn til að leggja í þessa götu.  Hvers ve

Ónýtt eftirlit

Allt íslenskt eftirlit er ónýtt.  Það brást í aðdraganda bankahrunsins, það skipti sér ekki af díoxínmengun, heimilaði sölu á menguðum áburði og nú kemur í ljós að við höfum étið iðnaðarsalt í að minnsta kosti 13 ár, með vitneskju Matvælastofnunar sem á að passa að vond fyrirtæki selji okkur ekki eitur. Iðnaðarsalt er notað í vörur sem ekki eru ætlaðar til átu, svo sem pappír og sápu. Við erum einfaldlega ekki hæf, ekki nógu mörg, ekki nógu vel gefin, til að hafa forræði yfir okkur sjálfum. Hvað verður það næst?

Uppi á heiðum

Ferðamenn sem taka sér bílaleigubíla, hafa margir þann sið að fara hringinn umhverfis landið eftir þjóðvegi númer eitt.  Það er sosem allt í lagi að sumri til, en á veturnar getur það reynst lífshættulegt og afar kostnaðarsamt fyrir samfélgið. Það er nefnilega þannig, að einn bútur þjóðvegarins er lokaður yfir vetrartímann og það skiljanlega.  Það er vegurinn um Breiðdalsheiði.  Þess í stað er umferð beint um þjóðveg 96 um firði, enda er hann að öllu leyti betri og greiðfærari, allan ársins hring.  Hann er að vísu tíu kílómetrum lengri, en allur malbikaður og opinn. Á gatnamótum í Breiðdal, þar sem beygja verður til vinstri til að komast áfram um þjóðveg eitt, komi ökumenn að sunnan, er þetta skilti að finna: Samt er það nú svo að ferðamenn, einkum og sér í lagi af erlendu gerðinni, reyna að fara yfir Breiðdalsheiði og þá þýðir það oft á tíðum útkall fyrir björgunarsveitir í nágrenninu og gott ef björgunarsveitin í Breiðdal þurfti ekki að fara klukkan sex á aðfangadagskvöld t

Að gefnu tilefni

Ef lögreglan myndi nú banka uppá hjá mér og biðja mig að koma með sér niður á lögreglustöð í yfirheyrslur vegna þess að ég væri grunaður um að hafa tekið þátt í bankaráni, og að lokinni yfirheyrslunni hefði ég áfram réttarstöðu grunaðs manns, er ég hræddur um að það þýddi lítið fyrir mig að sækja um vinnu hjá opinberu fyrirtæki eða samtökum. Að minnsta kosti ekki fyrr en í ljós kæmi að ég hefði verið borinn röngum sökum og væri saklaus. Enda hef ég aldrei verið bankastjóri.

Útboð

Ólafi Ragnari Grímssyni, foresta lýðveldisins, tókst fullkomnlega það ætlunarverk sitt að setja sjálfan sig í miðju þjóðfélagsumræðunnar nú í upphafi árs. Ætlar hann?  Ætlar hann ekki?  Hvað sagði hann?  Sagði hann eitthvað annað en ég heyrði? Þjóðin stendur á öndinni og teflir fram hugsanlegum forsetaframbjóðendum í gríð og erg, en hugur fylgir ekki máli því það mun enginn þeirra sem dregnir eru fram á síðum fjölmiðlanna nenna að taka slaginn við sitjandi forseta. Sjálfum finnst mér að það eigi að leggja embættið niður og "outsourca" það; þ.e.a.s. fá einhvern erlendan þjóðhöfðingja, eftir útboð á heimsvísu, til að taka það að sér. Til dæmis Elísabetu eða Margréti aðrar. Siaosi Tupou V þess vegna.

Framar vonum

Miðað við spár og horfur á Íslandi haustið 2008, hefur allt farið betur en nokkur manneskja þorði að vona. Sumir eiga bara erfiðara með að viðurkenna það en aðrir. Ísland er í dag framar öllum vonum.

Ráðherrar

Það er margt sem maður skilur ekki.  Kannski sem betur fer. Til dæmis þetta með sameiningu ráðuneyta og fækkun ráðherra.  Það hefur verið uppi krafa í mörg ár um fækkun ráðherra og margir haft hátt. Nú gerist það og allt verður vitlaust; fólk fer að hrópa um einræðistilburði og einelti og ég veit ekki hvað.   Það er greinlega ekki hægt að gera til hæfis. Annar angi af sama máli:  Oddný Harðardóttir verður fjármálaráðherra og þá er allt í einu farið að þvæla um það hvort kennaramenntun sé nægilega góð í þetta embætti.  Mér vitanlega er það lýðræðislegur réttur hverrar manneskju að verða ráðherra, fái hún til þess fylgi og stuðning, og því hlýt ég að álykta sem svo að það sé gamla vonda kvenfyrirlitning sem þarna spyrji að menntun fjármálaráðherrans. Og ég spyr á móti:  Hafa lögfræðingar eða hagfræðingar eða viðskiptafræðingar staðið sig betur sem ráðherrar en aðrir? Ég held bara ekki, og það segir mér að menntun skipti ekki miklu máli þegar kemur að pólitískum emb