Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2012

Beðið eftir strætó

Nú hefur það verið staðfest af opinberu batteríi, að Stöðvarfjörður er veðursælasti byggðakjarninn í Fjarðabyggð. Og batteríið sem vottorðið skrifar er ekki af verri endanum, því um er að ræða sjálfa stjórnsýsluna í Fjarðabyggð, eða að minnsta kosti þann hluta hennar sem skipuleggur og heldur verndarhendi yfir almenningssamgöngum í bæjarfélaginu. Hvernig veit ég að bærinn komst að þessari niðurstöðu, sem hvergi hefur verið birt opinberlega? Jú, bæjaryfirvöld hafa nefnilega tekið þá upplýstu ákvörðun að koma fyrir strætóskýlum í öllum byggðakjörnum Fjarðabyggðar sem eru í strætósambandi við Reyðarfjörð; öllum nema Stöðvarfirði. Þar ku ekki þurfa biðskýli og eina ástæðan sem mér kemur í hug fyrir þessu, er sú að veðursældin á Stöddanum sé svo gríðarleg að strætóskýli séu óþörf. Logn, þurrkur og þrjátíu stiga hiti er alls ekki óalgengt veður á janúarmorgni á Stöðvarfirði. Fjöldi farþega getur ekki skipt máli í þessari ákvörðun bæjaryfirvalda, því það væri auðveldara fyrir tíu farþeg