Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2014

Út er komin bók

Ég var að gefa út bók, rafbók.  Hún heitir Fórn.  Af ýmsum ástæðum komst hún ekki í prent fyrir sumarútgáfu og ég nenni ekki að bíða eftir jólavertíðinni til að koma henni frá mér. Þið megið sækja hana á hlekkjunum hér neðst; hún kostar ekkert en það má leggja smá inn á mig fyrir henni ef þið viljið eða getið.  Reikningurinn er 0569-14-400313 kt. 2402592579. Það þarf samt ekki; mér þykir meira vænt um að þið lesið bókina en að ég fái borgað fyrir hana (tíu milljónir og kvikmyndarétturinn er þinn). En um hvað er svo bókin? Facebook, framhjáhald, örlítið dóp, prest, smið, ljóta kalla, njósnir, líf og kannski smávegis dauða.  Já, og fugl.  Ekki endilega í þessari röð samt. Vonandi virka þessir hlekkir (kannski þarf maður að vera skráður inn á gmail til að opna þá) en ef það lukkast ekki, endilega hafið samband og ég sendi ykkur eintak um hæl í tölvupósti eða á Facebook. Ef það vera svo einhverjir erfiðleikar með að opna og lesa bókina, látið mig vita og ég geri hvað ég get ti