Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2015

Töfrandi menningarstarf

Annan, þriðja og fjórða hluta þessa skólaleikrits má finna á YouTube en þetta var sett upp í Stöðvarfjarðarskóla á árshátíð 2012.  Við höfum enn ekki haldið árshátíð 2014; m.a. vegna þess að tónlistarkennarar voru í verkfalli og við iðkum ekki tónlist innan veggja skólans án þeirra og svo vegna hins að bæjaryfirvöld ætluðu að loka skólanum sl. haust og mórallinn eftir það hreinlega bauð ekki upp á nein skemmtilegheit. En nún styttist í síðbúna árshátið 2014 og þá stendur til að setja upp leikrit, eins og undanfarin ár.  Hvað það verður kemur bara í ljós en ef við skemmtum okkur eins vel núna og við gerðum þarna haustið 2012, er ég viss um að öll leiðindi verða á bak og burt.  Og það var vísbending í þessu, börnin góð. En þetta leikrit er að öllu leyti heimatilbúið (fyrir utan tvö eða þrjú lög sem einhverra hluta vegna og alveg óvart slæddust þarna inn); handritið skrifaði ég og við Solla og Valdimar stýrðum þeim fyrst í gegnum þetta en svo kom þetta bara hjá þeim og þau tók

Oggulítið ljóð

Værir þú hafið vildi ég vera ströndin. Værir þú himinn vildi ég vera stjarna. Værir þú vindurinn vildi ég vera laufblað. Værir þú blóm vildi ég vera moldin