Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2015

Skapandi greinar

Skapandi greinar eru mikilvægastar allra atvinnugreina í heiminum.   Án þeirra væri lífið hundleiðinlegt; án þeirra væri ekkert í sjónvarpinu, við hefðum enga tónlist, engar kvikmyndir, engar bækur, enga myndlist, engan arkitektúr, enga hönnun og ég biðst strax afsökunar á að telja ekki upp fleira gott og fallegt sem við hefðum ekki, ef ekki væri fólk i vinnu við að skapa. Því miður snýst líf okkar að mestu leyti um peninga.   Langflestar mælistikur samfélagsins eru teknar upp úr bókhaldi einhverskonar og þær mæla fjárhagslega arðsemi hluta en okkur láist oftast að mæla samfélagslegt gildi þess sem við gerum eða gerum ekki.   Stundum tekst okkur þó að láta þetta tvennt spila saman og þá erum við líka upp á okkar besta.   Þá gerum við best. Ótrúlega margir sjá ofsjónum yfir listamannalaunum eða heiðurslaunum listamanna og kalla þá listamennina afætur á samfélaginu og fara með möntrur um latté og lopatrefla sem er nátturúlega arfavitlaust því bæði latté og lopatreflar eru í gr