Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá september, 2015

Ef ég nennti að blogga

Einu sinnu nennti ég að hafa skoðanir og viðra þær á bloggi og bara hvar sem ég gat.   Sennilega hef ég ennþá einhverjar skoðanir en pólitíkin og ástandið í landinu er bara eitthvað svo sturlað að maður dofnar fyrir því og langar helst að leggjast undir sæng og bíða eftir að það líði hjá.   Það yrði reyndar löng bið því við erum Íslendingar og virðumst flest vilja hafa hlutina í fokkings vitleysu; láta ríku og freku kallana og stóru fyrirtækin hafa alla peningana í landinu vegna þess að þjóðarsálin er meðvirkur aumingi sem trúir að undirlægjuháttur skili henni því slæma lífi sem hún telur sig eiga skilið. Þjóðarsálinni, Sögusálinni, alveg sama þótt samfélagsgerðin okkar (sem kannski hefur aldrei verið annað en blekking) hrynji; henni er alveg sama þótt innviðir samfélagsins molni bara á meðan ríku og freku kallarnir fá alla peningana okkar fyrir tilstuðlan stjórnmálamannanna sinna, stjórnmálamanna sem við kjósum sérstaklega til að framkvæma þann gjörning að færa fé frá þeim fátæ