Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2016

Umhverfissóði

Maður á aldrei að byrja bloggfærslu með orðinu ég, og þess vegna hef ég þennan örstutta formála. Ég er umhverfissóði og mín kynslóð og kynslóðirnar sem á undan komu og jafnvel einhverjar sem á eftir hafa komið, bera mesta ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þessari einu plánetu sem við eigum. Við sólunduðum auðlindum Jarðarinnar án þess að hugsa okkur um og við blésum skítnum sem frá okkur kom út í loftið með þeim afleiðingum að nú er andrúmsloft Jarðarinnar að ofhitna og mannkynið í útrýmingarhættu. Það þýðir ekki að sakast við unga fólkið í þeim efnum, skamma það fyrir símanotkun og segja því að við höfum nú gengið betur um umhverfið en þau af því við sóttum mjólk og rjóma út í búð í margnota ílátum, mjólkurbrúsum og flöskum eða saumuðum ný föt upp úr gömlum, líkt og talið er upp á einhverjum heimskulegum lista sem gamlingar dreifa um Facebook og víðar. Við spúðum kola- og olíureyk út í loftið án umhugsunar, við sturtuðum sorpi í sjóinn, plasti þar á meðal; við létum olíu o