Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2016

Loddarar

Úrslit Brexit kosninganna í Bretlandi munu hafa meiri áhrif á líf okkar og tilveru en niðurstaða forsetakjörsins hér heima í gær. Þetta segi ég ekki verðandi forseta til hnjóðs heldur vegna hins félagslega og efnahagslega umróts sem þegar er hafið í Bretlandi og mun ef ekkert er að gert, eotra langt út fyrir strendur Bretlands og hafa ófyrirséðar afleiðingar hér og annarsstaðar. Stóru flokkarnir þar í landi þar gætu liðast í sundur á næstu dögum eða vikum, mánuðum kannski, því enginn veit hvernig á að leysa þau vandamál sum upp eru komin. Það er ekkert plan og það viðurkenna allir sem að málinu koma. Meira að segja loddararnir sem leiddu Breta þangað sem eru nú komnir. En hvers vegna gerist það að fólk kýs að hleypa landinu í bál og brand? Það gerðist vegna þess að því var logið í fólk að allt yrði betra og nær öll vandamál bresks samfélags myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu, bara ef landið losnaði undan ægivaldi hins alvonda ESB, þegar staðreyndin er sú að það e